Fjárfestingar lífeyrissjóða á alþjóðlegum mörkuðum

Eftir nokkur ár í viðjum gjaldeyrishafta geta Íslendingar á ný fjárfest á erlendum mörkuðum. Hið slæma við tímasetninguna er að síðan gjaldeyrishöft skullu á í kjölfar hrunsins hefur virði hlutabréfavísitalna meira en tvöfaldast á flestum mörkuðum. Því til viðbótar hefur virði skuldabréfa einnig hækkað svo mikið að góð rök eru fyrir því að mesta bólan á fjármálamörkuðum í dag sé að mestu leyti tengt skuldabréfum. Hið góða við tímasetninguna er að íslenska krónan hefur sjaldan, ef nokkurn tíma verið jafn sterk og einmitt í dag. Sé tekið tillit til verðbólgu í Danmörku og þróun á launavísitölu hérlendis þá kostar danska krónan fyrir Íslending töluvert minna en árið 2007! Því má bæta við að danska krónan er beintengd evrunni svo að hið sama á við um evruna.

dkk isk laun verdbolga mbl

DKK ISK

Þetta er eitthvað sem lífeyrissjóðir veita sjálfssagt mikla athygli í dag. Nú er aðeins tæplega fjórðungur eigna þeirra í erlendum fjárfestingum. Þetta er afar óskynsamlegt. Ég benti á það strax árið 2009 að í stað þess að hámark væri í lögum varðandi prósentu á eignum lífeyrissjóða ætti gólf að vera þess í stað. Bæði eykur slíkt áhættu í fjárfestingum auk þess sem það veitir ákveðinn öryggisventil; þegar að efnahagurinn dregst saman á Íslandi og ISK veikist því, þá hækka erlendar eignir í virði í íslenskum krónum talið. Þetta hefur raunar verið fastur punktur í kennslu minni í HR í bönkum og fjármálamörkuðum. 

Kraftur í útrás

Það er vart hægt að réttlæta kaup á erlend skuldabréf í dag þegar að ávöxtunarkrafan fyrir 10 ára ríkisskuldabréf er í flestum löndum með þokkalegt lánshæfismat í kringum 1-2%. Þetta á við jafnvel þó að lífeyrissjóðir eigi vart meira en 1-2% fjárfestinga sinna á erlendri grundu í skuldabréfum (það er söguleg skýring á því sem bíður betri tíma). Að sama skapi gætu lífeyrissjóðir verið tregir til að fjárfesta af krafti í erlend hlutabréf; ef gengi þeirra færi að lækka á nýjan leik þá hefði slíkt óhjákvæmilega slæm áhrif og sjóðsstjórar þeirra litu illa út að hafa farið með stóran hluta fjárfestinga akkúrat á þeim tímapunkti þegar að hlutabréfavísitölur væru í methæðum.

Þó er ekki hægt að líta framhjá því að það liti jafnvel enn verr út ef þeir myndu ekki nýta sér sterka stöðu ISK sem nú ríkir. Ef ISK myndi veikjast töluvert á nýjan leik væri erfitt að réttlæta það að hafa ekki farið með töluverðan hluta af fjárfestingargetu þeirra til útlanda.

Erlendir eignaflokkar

Því ættu lífeyrissjóðir að beina fjárfestingum sínum hið fyrsta í erlendan gjaldeyri. Að mínu mati ættu þeir að leggja dágóðan hluta af þeim fjárfestingum í stutt skuldabréf til að tryggja það að búið sé að umbreyta töluverðan hluta ISK eignum þeirra í erlendar myntir. Hægt væri síðan smám saman að fjárfesta í hlutabréf þegar að þau skuldabréf falla á gjalddaga. Hinn hlutinn ætti síðan að fara í fjárfestingar á hlutabréfum sem eru síður ónæm fyrir sveiflum á hlutabréfamörkuðum.

Slíkar pælingar rúmast ekki fyrir í stuttri grein eins og þessari. Ég fjalla nánar um það í grein minni Afnám hafta: Hver segir að lífeyrissjóðirnir fari út í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar. Mæli ég með því hefti í páskafríinu. Ég óska ykkur gleðilega páska.

FV 2017 02 lifeyrissjodir forsida

MWM

Hér er upphafleg grein mín þar sem ég mæli með að gólf verði sett á erlendar fjárfestingar. 

Hér er hlekkur að greininni í Frjálsri verslun.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Már Wolfgang - sem og aðrir gestir, þínir !

Ég hugði þig - muna: einna manna bezt, skriðufall áranna 2003 - 2008, þó þú tækir ekki til við, að mæra framhaldslíf Lífeyris sjóðanna hér innanlands, hvað þá utanlands, Már Wolfgang.

Ég persónulega: stend í ströggli við Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, sem með lævísi vélaði frá mér 157.300.00 krónur, á árunum 2004 - 2008, undir fals- lagabálks reglufroðu alþingis, en hugðist reyna að hafa af mér aðrar 135.449.00 krónur, fyrir árið 2009: aukinheldur (heyra má: stustt viðtal þeirra Mána og Frosta við mig, í Harmageddon þætti þeirra, þann 20. Marz s.l., á X-inu FM 97.7, undir visir.is / útvarp).

Þessar glæpa iðjur - (Lífeyrissjóðina), á að afnema með öllu Már minn / og iðgjaldendur til þeirra, eiga skýlausa kröfu til, að fá hverja 1ustu krónu endirgoldnar, sem þeir svo bera ábyrgð á meðförum sjálfir, þaðan í frá.

Austur- Þýzkt forsjárhyggju fyrirkomulag (einskonar STASI merking): vaxandi hluta launa landsmanna, eiga ekki að vera spilapeningar sjálfskipaðra fjármála fíkla, sem skammta sjáfum sér ofurlaun / fyrir nú utan: rándýrt skrifstofuhald Stál og Steins- sem Glerhalla, suður við Borgartún í Reykjavík, og nágrenni þess, Már Wolfgang.

Forðumst - fyrir alla muni, endurtekningu hörmunganna, frá ofur- græðgis og hörmungartímabilinu 2003 - 2008, síðuhafi góður.

Mál er: að linni.

Með beztu kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2017 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband