Q. Hlutabréfabóla? A. Já og nei

Í kjölfar mikilla hækkana á gengi þeirra örfáu skráðra hlutabréfa á innlendum markaði í upphafi þessa árs hófst umræðu um það að gengi margra hlutabréfa væri orðið of hátt. Ég var í þeim hópi.

Síðan þá hefur gengi þeirra bréfa  sem þá voru skráð sveiflast lítið. Gengi bréfa í Högum hefur hækkað í kringum 10% en það má að einhverju leyti rekja til styrkingar krónunnar sem eykur, til styttri tíma í það minnsta, framlegð fyrirtækisins. Gengi bréfa í Högum á hlutabréfamarkaði er vel í lagt að mínu mati en ég tel að gengi hlutabréfa í Eimskip vera í kringum 40-50% ofmetin og bréf Vodafone eru að mínu mati jafn enn ofmetnari.

Bóla!

Nú er á nýjan leik verið að fjalla um hugsanlegt ofmat hlutabréfa og er þá helst vísað í það að gengi hlutabréfa í tveimur nýlegum útboðum tryggingarfélaga hafi hækkað um 25-30% frá útboðsgengi. Einnig er fjallað um tilvik þar sem fólk tók lán til hlutabréfakaupa.

Þetta tel ég hins vegar ekki standast nánari skoðun. Við útboð Eimskips og Vodafone fyrir síðustu jól mat ég bréf beggja fyrirtækja á lægra gengi en útboðsgengi þeirra, sérstaklega Vodafone bréfin. Ég taldi raunvirði hvers bréfs í Eimskip vera í kringum 170-180 krónur en útboðsgengið var 208 krónur. Ég mat eðlilegt markaðsvirði Vodafone vera í kringum 5 milljarða króna en það er í dag rúmlega tvöfalt hærra. Því tók ég ekki þátt í þessum útboðum.

Síðan þá hefur gengi bréfa Eimskips hækkað í kringum 25% sem þýðir að annaðhvort er ég að vanmeta fyrirtækið gróflega eða það er allt of hátt skráð á markaði. Gengi Vodafone bréfa eru á svipuðum slóðum og þau voru boðin út til almennings. Ég keypti í hvorugu útboðinu og hef augljóslega misst af skjótfengum gróða. 

Bóla! Redux

Þar sem að útboðsgengi hlutabréfa ofangreindra fyrirtækja var jafn hátt og raun bar vitni var ég undrandi á því við útreikning á útboðsgengi tryggingarfélaganna hversu lágt það var. Fékk ég ekki betur séð en að það væri vanmetið í báðum tilvikum í kringum 25-30% og fjárfesti ég því í hlutabréf beggja fyrirtækja. Það hefur reynst vel og hefur gengi beggja félaga hækkað hér um bil jafn mikið og útreikningar mínir gáfu til kynna að væri munurinn á raunvirði þeirra og útboðsgengisins. Ég bar mínar tölur undir aðra einstaklinga með sérfræðiþekkingu og var það almenn skoðun að útboðsgengið væri töluvert vanmetið.

Því er það ekki óeðlilegt að gengi beggja fyrirtækja hafi hækkað jafn mikið og raun ber vitni. Núverandi gengi er samkvæmt frekar stöðluðum mælingum ekki hátt né lágt heldur nálægt eðlilegum slóðum. 

Lán til hlutabréfakaupa

Það að fólk hafi skráð sig fyrir stærri hlut en í sumum tilvikum hafi verið raunhæfur skýrist að sumu leyti af því að vitað var að margföld eftirspurn yrði staðreynd. Slíkt hefur verið ríkjandi í undanförnum útboðum. Auk þess hafa sjálfssagt margir talið að útboðsgengi tryggingarfélaganna væri lágt og því hafi hvatinn til skuldsetningar aukist. Það er auk þess langt síðan það spurðist út að lán til hlutabréfakaupa væri að ágerast hérlendis. Slík lán eru oft merki um að bólur væru að myndast en almennt tengist það einnig því að almenningur sé farinn að verða stór þátttakandi í slíkum viðskiptum. ég veit ekki til þess að slíkt ástand sé ríkjandi á Íslandi í dag.

Bóla? Já & Nei

Það má því segja að ákveðin bóla ríki nú á þeim litla hlutabréfamarkaði sem nú ríkir á Íslandi í dag. Sú bóla tengist aftur á móti ekki gengi bréfa í nýlegum útboðum þó svo að mikil hækkun hafi nýlega átt sér stað. Þar sem að raunverðmæti hlutabréfa tengist ríkjandi ávöxtunarkröfu skuldabréfa þá má að sama skapi spyrja hvort að þeir einstaklingar sem telja hlutabréf séu ofmetin telji ekki að skuldabréf séu í dag að sama skapi vanmetin?

MWM

Sjá fyrri umræðu um íslenskar bólur 2012-2013:

http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/1276478/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband