72 reglan - nálgun varđandi ávöxtun

Einföld leiđ til ađ finna út hversu mörg ár ţađ tekur upphćđ ađ tvöfaldast í virđi miđađ viđ ákveđna árlega ávöxtun er ađ deila 72* međ gefna ávöxtunartölu.  Ef mađur á til dćmis 100 krónur inn á bankabók sem veitir 6% árlega ávöxtun ţá tekur ţađ 12 ár (72/6% = 12 ár) fyrir 100 kallinn ađ breytast í 200 krónur.

Ţessu fylgja ţó ýmsir annmarkar.  Ţessi ađferđ gerir ráđ fyrir hér um bil engum sveiflum í ávöxtun og niđurstađan getur breyst mikiđ ef töluverđar sveiflur eru í ávöxtuninni.  Auk ţess nýtist ţessi nálgun ađeins viđ lágar ávöxtunartölur.  Augljóslega hefur 100 kallinn ekki tvöfaldast í virđi ef ávöxtun hans er nćsta ár 72% (72/72% = 1 ár) eđa ef 36% ávöxtun á sér stađ 2 ár í röđ.  Ţađ getur líka reynst vera erfitt fyrir marga ađ taka tillit til verđbólgu í ţessu tilfelli.  Ef árleg verđbólga er 4% og ávöxtun 6% ţá er árleg raunávöxtun einungis 2%.  Hér munar miklu ţví 100 kallinn tvöfaldast í ţessu dćmi á ađeins 12 árum (72/6% = 12 ár) en tvöföldun á raungildi hans tekur 36 ár (72/2% = 36 ár).  Auk ţess getur fjármagnstekjuskattur breytt forsendum mikiđ í slíkri nálgun en ekki verđur fjallađ nánar um slíkt hér.

Góđ nálgun

Ţessari nálgun hefur ţó veriđ hćgt ađ nota međ góđum árangri á Íslandi.  Mest allan tíunda áratug síđustu aldar gátu ţeir sem keyptu verđtryggđ skuldabréf (húsbréf og spariskírteini til dćmis) reiknađ međ nokkurri vissu hversu lengi fjárfesting ţeirra myndi tvöfaldast ađ raunvirđi.  Ekki ţurfti ađ taka tillit til verđbólgu ţví bréfin voru verđtryggđ og međ ţví ađ kaupa bréfin međ ákveđinni árlegri ávöxtunarkröfu gat fjárfestir veriđ viss í sinni sök um árlega ávöxtun sína svo lengi sem útgefandi skuldabréfanna (íslenska ríkiđ) stćđi viđ loforđ um endurgreiđslur. 

Um miđbik áratugarins var um ţađ bil 8% ávöxtunarkrafa á húsbréfum (tryggđum af ríkinu) sem ţýddi ađ ţađ tók einungis um 9 ár (72/8% = 9 ár) fyrir eiganda skuldabréfanna ađ tvöfalda eign sína ađ raunvirđi, hér um bil áhćttulaust.  Um aldamót hafđi ávöxtunarkrafan lćkkađ töluvert og var ţá í kringum 6%, sem ţýddi ađ fjárfestir slíkra bréfa tvöfaldađi eign sína ađ raunvirđi á 12 árum.  Ţetta er ávöxtun sem gengur ekki til lengdar í flestum ţjóđfélögum enda er Íbúđalánasjóđur í dag sleikjandi sárin vegna ţess hversu margir standa ekki skilum, međal annars vegna allt of hárra raunvaxta sem hluti ţjóđfélagsins rćđur ekki viđ.

Í dag fá fjárfestar „ađeins“ um 2,5% árlega raunávöxtun af verđtryggđum bréfum (HFF flokkar) sem ţýđir ađ ţađ tekur tćplega 29 ár ađ tvöfaldast í raunvirđi samkvćmt 72 reglunni.  Ţetta er ţó enn afar góđ ávöxtun og betra en flestir eigendur hlutabréfa geta vćnst í framtíđinni.  Miđađ viđ hóflegan hagvöxt er ţetta jafnvel bjartsýn ávöxtun.

Jafnvel enn betri nálgun

Önnur góđ leiđ viđ ađ nota 72 regluna er ađ meta hversu raunhćfar ákveđnar forsendur um ávöxtun eru.  Ţetta tengist reyndar ađeins ţví hversu raunhćfar ávöxtunarkröfur húsbréfa voru á seinni hluta síđustu aldar, sem sagan sýnir ađ voru klárlega óraunhćfar.  Í dag eru forsendur um ávöxtun lífeyris Íslendinga ađ ţćr séu ekki undir 3,5% árlega.  Miđađ viđ 72 regluna tekur ţađ ađeins um 20 ár fyrir eigur landsmanna ađ tvöfaldast ađ raunvirđi.  Ađ ţví gefnu ađ hlutfall af fjárfestingum lífeyrissjóđa og annarra fjárfestinga haldist óbreytt nćstu árin, ţá verđa fjárfestingar á Íslandi tvöfalt meiri eftir einungis 20 ár heldur en ţćr eru í dag.

Til ađ ţetta verđi ađ raunveruleika ţarf annađhvor sviđsmyndin eđa einhverskonar sambland af ţeim ađ eiga sér stađ í framtíđinni: 

1.       Fjárfestingar og arđsemi ţeirra aukast miklu hrađar en hagvöxtur síđustu ára og líka áratuga.

2.       Hagvöxtur ţarf einfaldlega a komast á sama skriđ og hann var á blómaskeiđi hagvaxtar í skjóli Marshall ađstođar og mikils uppgangs í hagkerfum vesturlanda  áratugina eftir seinni heimsstyrjöldina.

Bćđi ofangreind atriđi eru hćpin.  Ţví eru grunnforsendur um lífeyri landsmanna byggđar á stođum sem einföld 72 regla sýnir eru byggđar á sandi.

MWM

*Ţetta er ekki alveg rétt, talan er rúmlega 69 en međ ţví ađ nota töluna 72 sem nálgun er hćgt ađ nota margar ávöxtunartölur, til dćmis 12%, 98%, 6%, 4%, 3% og 2%.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband