Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2017

Framlenging á Leiðréttingu - mikilvægt atriði

Fyrir nokkrum árum síðan gafst landsmönnum kostur á að nota séreignarsparnað sinn til að greiða niður húsnæðislán sín að ákveðnu marki. Ég taldi þetta vera góða hugmynd og hef hvatt fólk til að nýta sér þetta í langflestum tilvikum.

Upphaflega átti þessi aðgerð að vera í boði í 3 ár. Nú hefur hún hins vegar verið framlengd um 2 ár. Til þess að nýta sér þennan kost dugar þó ekki að gera ekki neitt. Þessi skilaboð bárust í vikunni frá umsjónarmönnum verkefnsins (ég skáletra textann).

Góðan dag
 
Með lögum nr. 111/2016 var úrræðið um ráðstöfun séreignarsparnaðar, sem þú hefur nýtt þér, framlengt um tvö ár eða til júníloka 2019.
Nú hefur ríkisskattstjóri sett upp á síðunni www.leidretting.is fyrirspurn þar sem óskað er eftir afstöðu þinni hvort þú hyggist nýta þér úrræðið áfram eða hvort þú vilt hætta ráðstöfun nú í júnílok 2017.
 
Þeir sem nýtt hafa sér úrræðið eru hvattir til að fara inn á www.leidretting.is og taka afstöðu til áframhaldandi ráðstöfunar en frestur til að taka afstöðu hefur verið framlengdur til 31. júlí 2017.
 
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 442-1900 og í gegnum netfangið adstod@leidretting.is
 
Eitt atriði sem gæti farið framhjá sumum er að aðilar í sambúð þurfa að samþykkja þessa framlengingu með sitt hvorri kennitölunni. Ef annar aðilinn samþykkir þetta og ekki hinn, þá er litið svo á að aðeins annar aðilinn vilji framlengja þennan kost. Því þurfa aðilar í sambúð sem vilja nýta sér báðir þetta úrræði að skrá sig í sitt hvoru lagi og samþykkja áframhaldandi sparnað.
 
Ég taldi þetta úrræði vera góða hugmynd á sínum tíma og tel svo enn vera. Aftur á móti tel ég að breyta þurfi þessu árið 2019, þegar að núverandi úrræði fellur úr gildi, en ég skrifa nánar um það síðar.
 
MWM
 
 
 
 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband