Bloggfćrslur mánađarins, september 2016

Vaxtakjör innlánsreikninga og ríkisbréfa

Samkvćmt frćđunum eiga ríkisbréf í hverju ríki ađ vera međ minnstu áhćttu fjárfestinga sem völ er á, ađ teknu tilliti til skuldaraáhćttu. Eđlilegt er ţví ađ slík bréf myndi vaxtagrunn, ţađ sem almennt er kallađ áhćttulaus ávöxtun (e. risk-free eđa Rf) og síđan bćtist viđ áhćttuálag á sambćrilegum skuldabréfum eđa innstćđum banka. Fjárfestar taka meiri áhćttu međ ţví ađ "lána" öđrum en ríkinu pening en fá á móti hćrri ávöxtun.

Ţetta samband hefur á mörg ár ekki ríkt á Íslandi. Almennt hafa bundnar innstćđur veitt slakari ávöxtun en ávöxtunarkrafa ríkisbréfa. Má ţví segja ađ ákveđin ţversögn hafi ríkt; ţeir fjárfestar sem keypt hafa ríkisbréf hafa fengiđ hćrri ávöxtun en ţeir sem lögđu pening inn á bundna innstćđubók.

Í framhaldi af síđustu stýrivaxtalćkkun Seđlabankans hefur ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hins vegar lćkkađ um 100 bps (eđa 1%). Nú, jafnvel eftir ađ hćrri verđbólgutölur voru birtar í morgun, er ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisbréfa í kringum 5,15% - 5,20% en var fyrir eigi alls löngu í kringum 6,20%. Hćgt er aftur á móti ađ leggja pening inn á bundinn fastvaxtareikning Landsbankans í dag til 5 ára sem veitir 5,70% vexti. Munar ţar um 0,5% á ári miđađ viđ ríkisbréf.

Má ţví segja ađ loks geti ţeir fjárfestar sem vilji fá skynsamlegt áhćttuálag á Íslandi á pening sem er bundinn fái hćrri ávöxtun en ţeir sem fjárfesti í ríkisbréfum.

Hér er slóđin hjá Landsbankanum - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/sparnadurogfjarfestingar/bankareikningar/fastvaxtareikningur/

Rétt er ađ taka ţađ fram ađ hćkki verđbólga meira en sem nemur 5,70% ţá er neikvćđ raunávöxtun af ţessum reikningi. Auk ţess er hugsanlegt ađ Landsbankinn fari innan 5 ára á hausinn. Landsbankinn getur breytt vaxtakjör fyrirvaralaust, ţó ekki afturvirkt. Ţetta er ekki fjárfestingarráđgjöf, ađeins ábending um möguleika til ávöxtunar. Held ađ ég hafi slegiđ hér á flesta varnagla.

MWM


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband