Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

Aðskilnaður banka - núna er rétti tíminn

Á þriðjudaginn var fundur á vegum Félags viðskipta- og hagfræðinga um kosti og galla aðskilnaðar á viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi. Því miður hafði ég ekki tök á að mæta. Ásgeir Jónsson hélt þar fyrirlestur þar sem hann tók saman kosti og ókosti aðskilnaðar. Í frétt Morgunblaðsins frá fundinum kom fram að Ásgeir taldi aðskilnað vera umræðu gærdagsins.

Þetta kom mér mikið á óvart. Sjaldan hafa jafn margir pistlar, greinar eða bækur varðandi fjármál verið skrifaðar sem fjalla einmitt um þetta í framhaldi af bankahruninu 2008. Kannski var þetta einhver kímni hjá Ásgeiri sem fór framhjá blaðamanni Moggans.

Í það minnsta hef ég mikið ritað um þetta málefni undanfarin ár. Á innlendum markaði hef ég ekki verið einn í þeim efnum og skrifuðu til að mynda tveir fyrrum bankastjórar fjárfestingarbankans Straums nokkrar greinar þar sem að þeir komu fram með rök um slíkan aðskilnað. Helstu bækur varðandi bankastarfsemi síðustu árin hafa nær undantekningarlaust fjallað um þetta málefni. Sebastian Mallaby fjallar til dæmis um þetta í bók sinni (sem hefur er enn fjórum árum eftir upprunalegri útgáfu meðal best seldu bækur varðandi fjármál) More Money than God  (http://www.amazon.com/More-Money-Than-God-Relations/dp/0143119419/ref=sr_1_1?s=books&ie=UTF8&qid=1447866859&sr=1-1&keywords=hedge+funds+history )þar sem að hann færir rök fyrir því að aðskilnaður væri nauðsynlegur, meðal annars af því að þannig væri hægt að skapa fjárfestingabönkum meira lagalegt rými sem aðskildar einingar þar sem að lagaramminn þyrfti ekki að taka tillit til jafn mikilla kerfisbundina áhættur sem stærri bankar skapa samfélaginu.

Ásgeir spyr, samkvæmt blaðamanni Morgunblaðsins, af hverju ekkert annað ríki hafi gert þetta. Eins og Simon Johnson (hann hélt erindi á Íslandi árið 2011) og James Kwak benda á í bókinni 13 Bankers (http://www.amazon.com/13-Bankers-Takeover-Financial-Meltdown/dp/030747660X/ref=sr_1_1?s=books&ie=UTF8&qid=1447867324&sr=1-1&keywords=simon+johnson )er stór ástæða þess að bankar vilja einfaldlega ekki þennan aðskilnað. Þeirra hagur liggur í því að þeir njóti tryggingarverndar innstæðna til að fjármagna þætti varðandi fjárfestingar. Þar sem að bankar eru svo stórir í mörgum ríkjum þá hafa þeir burði til þess að koma í veg fyrir slíkan aðskilnað. Þeir telja að aðskilja eigi þessa starfsemi banka, en þar sem að báðar ofangreindar bækur voru útgefnar árið 2011 þá eru þær ef til vill einfaldlega umræða gærdagsins.

Einn af þeim sem skrifað hefur um nauðsyn aðskilnaðar þessara tveggja þátta er David Moss. Hann veitti Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði fall sparisjóðanna góðfúslegt leyfi til að endurbirta þessa mynd hans úr afar góðri grein hans Reversing the Null: Regulation, Deregulation, and the Power of Ideas (sjá hér: http://www.hbs.edu/faculty/Publication%20Files/10-080.pdf ).

david moss picture

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Augljóslega hafði aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabanka tilætluð áhrif í Bandaríkjunum. Gjaldþrot banka varð nánast að óþekktu fyrirbrigði. Þessi mynd segir meira en 1.000 orð.

Því má við bæta að skilgreina þarf betur hvað flokkist undir fjárfestingarstarfsemi og hvað ekki. Bent hefur stundum á í þeim efnum að slík starfsemi sé að stórum hluta til að skrá bréf á markað en ekki beinar fjárfestingar. Eitt af meginhlutverkum banka þegar verið er að skrá bréf í útboðum (eða viðbótarútgáfu bréfa) er að sölutryggja slík útboð. Ef bréfin seljast ekki geta bankar neyðst til að kaupa slík bréf. Ármanns Þorvarðarsonar fjallar til dæmis um þetta varðandi starfsemi Kaupþings í skemmtilegri bók sinni, Ævintýraeyjan.

Ég tek undir orð Frosta Sigurjónssonar um að nú sé rétti tíminn til að aðskilja starfsemi hefðbundinnar bankaþjónustu og fjárfestingabankaþjónustu. Ég eiginlega skil ekki af hverju ekki sé búið að afgreiða þetta mál þar sem að eining virðist ríkja um þetta hjá öllum flokkum.

Hér er hlekkur (http://www.althingi.is/altext/140/s/1010.html ) á fyrstu tillögu til þingsályktunar þar sem grein sem ég skrifaði í Morgunblaðinu er þriðja viðhengið.  Ég mun skrifa meira um íslenskan bankamarkað á næstunni.

MWM

 


Að afþakka ókeypis pening

Fram kom nýlega í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar að töluvert minni fjöldi fólks nýtir sér séreignarsparnað við að greiða niður húsnæðislán sín en gert var ráð fyrir. Aðeins 35 þúsund umsóknir eru í dag virkar.

Þetta er sláandi. Með því að nýta sér þetta úrræði geta heimili landsins lækkað skuldir sínar með hagkvæmum hætti. Má segja að fólk hafi tvo kosti, ég einfalda dæmið og miða við 100 krónur en hjón geta nýtt sér allt að 750 þúsund krónur á ári í slíkar niðurgreiðslur.

Kostur 1. Taka 100 krónur, en fá þó ekki nema 60 krónur því um það bil 40 krónur eru skattlagðar.

Kostur 2. Nota 100 krónur til að niðurgreiða lán í gegnum séreignarsparnað og lánið lækkar um 100 krónur því að þetta eru skattfrjálsar krónur.

Má segja að 40 krónur séu ókeypis til að greiða niður skuldir. Rétt er að taka fram að sumar umsóknir hafa fengið synjun en ljóst er þó að margir afþakka slíku tilboði.

MWM


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband